Býr loftslagsleiðtogi innra með þér?

Loftslagsleiðtoginn er hreyfiafl sem stendur fyrir viðburðum og námskeiðum á sviði
loftslagsmála, sjálfbærni og leiðtogaþjálfunar.

Fræðsla
Fræðsla og miðlun er mikilvægur hluti af Loftslagsleiðtoganum. Þátttakendur fá fyrirlestra um málefni loftslagsvánnar og stunda jafningjafræðslu sín á milli. Fræðslan fer fram á veffundum og vinnustofum meðan á námskeiðinu stendur. Auk þess er miðlun til almennings í gegnum viðburði og samfélagsmiðla mikilvægur hluti af Loftslagsleiðtoganum. Vísindamiðlun í takt við upplýsingar um hvernig við getum lagt okkur af mörkum til þess að vinna upp á móti loftslagsvandanum. Auk þess framleiðir Loftslagsleiðtoginn í samstarfi við 66°Norður fræðslu og heimildarmyndbönd sem eiga að hvetja almenning til athafna.

Leiðtogaþjálfun
Sterkir leiðtogar eru mikilvægir þegar kemur að baráttunni við loftslagsvánna. Hvort sem það er að vera fyrirmynd á eigin heimili, fyrir vini og kunningja eða að tala opinberlega fyrir málstaðnum. Þátttakendur í námsskeiðinu fá leiðtogaþjálfun í formi viðtala, fræðslu sem og verklegra æfinga úti í náttúruni. Við getum öll verið leiðtogar í okkar umhverfi og haft góð áhrif, stundum þurfum við að hafa hugrekki og þor til þess að berjast fyrir málstaðnum okkar. Þá er gott verkfærabox og stuðningsnet lykill að góðri og ábátasamri vegferð. Allt þetta og meira til er hluti af leiðtogaþjálfun Loftslagsleiðtogans.

Leiðangur
Í leiðangurhluta Loftslagsleiðtogans fara þátttakendur í krefjandi og spennandi ferðalag um suðursvæði Vatnajökuls. Leiðin liggur frá Núpstaðaskógi yfir í Skaftafell og á leiðinni þarf hópurinn að takast á við ýmsar áskoranir svo sem klifur og brölt, vaða ár, þvera Skeiðarárjökul og finna leið í gegnum hinn alræmda Svartaskóg. Allt þetta krefst úthalds, þrautsegju og sterkrar liðsheildar. Þátttakendur fá einnig óviðjafnanleg tækifæri til þess að skoða og kynnast ósnortinni náttúru og íslensku víðerni. Víða á leiðinni má sjá hvernig gróðurhúsaáhrifin hafa sett mark sitt á umverfið og sú staðreynd verður í brennidepli hjá leiðangursmönnunum.

Fáðu nýjustu fréttirnar á samfélagsmiðlum #loftslagsleidtoginn