Untitled (148 x 95 mm)

Loftslagsleiðtogar 2021/22

Hópurin sem tók þátt í starfi Loftslagsleiðtogans 2021/22 var vel skipaður ungu fólki á aldrinum 18-25 ára með breiðan bakgrunn og breiða reynslu úr námi og félagsstörfum. Þetta er öflugur flokkur og þekkingin innan hans mikil og allir sólgnir í meiri reynslu, vísindi, miðlun og útivist. 

Alexandra Kristjánsdóttir

Alexandra Kristjánsdóttir

„Loftslagsmál hafa alltaf verið mér mikilvæg en það var ekki fyrr en ég fékk það einstaka tækifæri að fá að ferðast um heiminn sem að ég virkilega sá áhrif þeirra víðsvegar um hnöttinn. Ég varð vitni að „bleached coral reefs“ í Eyjaálfu, hrikalegri loftmengun í Asíu, vatnsskorti í Suður-Afríku svo eitthvað sé nefnt og upplifði af fyrstu hendi hversu virkilega slæmt ástandið er nú þegar orðið.“

 

-Alexandra Kristjánsdóttir, loftslagsleiðtogi

Bryndís Bolladóttir

Bryndís Bolladóttir

„Ég gæti talað endalaust um hvers vegna loftslagsmál skipta mig máli og finnst í raun svolítið skrítið að færa rök fyrir því hvers vegna. Staðreyndin er sú að loftslagsmál varða okkur öll, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Stóra spurningin er í raun og veru hvers vegna í ósköpunum loftslagsmál skipta okkur ekki meira máli?“

 

-Bryndís Bolladóttir, loftslagsleiðtogi  

Emelía Britt Einarsdóttir-

Emelía Britt Einarsdóttir-

„Ég elska jörðina og náttúruna okkar og mér finnst rosalega mikilvægt að við reynum að skilja jörðina eftir eins og við komum að henni og mögulega í betra standi fyrir komandi kynslóðir.“

 

-Emelía Britt Einarsdóttir, loftslagsleiðtogi

Ísak Henningsson

Ísak Henningsson

,,Loftslagsmál eru mér mikilvæg og mig hefur lengi langað að gera eitthvað með umhverfismál og samfélagsmiðla”.

-Ísak Henningsson, loftslagsleiðtogi 

Ísak Ólafsson

Ísak Ólafsson

,,Loftslagsmál eru mér mikilvæg vegna þess að mér þykir vænt um jörðina og lífríki hennar. Þær breytingar sem eru að gerast á loftslaginu á jörðinni núna hafa gríðarleg áhrif á allt lífríkið.  Búsvæði lífvera eru að breytast og jafnvel eyðast, atferli dýra breytist með breyttu loftslagi, og vegna þessara breytinga fer dýrategundum fækkandi og það þykir mér mjög sorglegt”

Ísak Ólafsson, loftslagsleiðtogi

Júlíana Lind Guðlaugsdóttir

Júlíana Lind Guðlaugsdóttir

,,Mig langar að kynna mér þau áhrif sem loftslagsváin hefur á Ísland. Maður verður svo mikið var við þetta í fréttum út í heimi en gleymir oft að þetta gerist líka hér á litla Íslandi.”

-Júlíana Lind Guðlaugsdóttir, loftslagsleiðtogi 

Karen Björk Eyþórsdóttir

Karen Björk Eyþórsdóttir

,,Mig langar að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að leggja mitt á vogarskálarnar og vera leiðandi afl til jákvæðra bretytinga í heiminum.”

-Karen Björk Eyþórsdóttir, loftslagsleiðtogi

Matthildur Óskarsdóttir

Matthildur Óskarsdóttir

,,,Loftslagsmál eru mér mikilvæg því að ég vil geta sýnt framtíðarbörnunum mínum landið okkar og alla þá fegurð sem það hefur upp á að bjóða”.

-Matthildur Óskarsdóttir, loftslagsleiðtogi 

Sveinn Atli Eyjólfsson

Sveinn Atli Eyjólfsson

,,Í framtíðinni vona ég að ég verði í starfi sem veiti mér lífsánægju og geti séð árangur af vinnu minnar kynslóðar til að breyta hugsunarhætti varðandi umhverfismál.”

-Sveinn Atli Eyjólfsson, loftslagsleiðtogi

Úlfur Atli Stefaníuson

Úlfur Atli Stefaníuson

,,Loftlagsváin er vandamál 21. aldarinnar og ég tel það hreinlega nauðsynlegt að mín kynslóð, þvert á landamæri, haldi vel á spilunum þegar kemur að því að finna skapandi og hagnýtar lausnir í loftlagsmálum. Ég trúi því að það felist ýmis tækifæri í grænni framtíð – það er bara undir okkur komið að finna þau!”

-Úlfur Atli Stefaníuson, loftslagsleiðtogi

Þorbjörg Anna Gísladóttir

Þorbjörg Anna Gísladóttir

,,Með aukinni vakningu í samfélaginu og fræðslu í loftslagsmálum hefur það farið að skipta mig meira máli að vernda þau viðkvæmu lífríki sem jörðin hýsir og varðveita það jafnvægi sem er grundvöllur lífsins eins og við þekkjum það í dag.”

 

-Þorbjörg Anna Gísladóttir, loftslagsleiðtogi

Sigurður Pétur Jóhannsson

Sigurður Pétur Jóhannsson

,,Eins og flestir vita eru lofstslagsmál eitthvað sem við verðum að hugsa um hvort sem okkur líkar betur eða verr. Eitt það besta sem hægt er að gera er að fræða fólk.
Það finnst mér ótrúlega skemmtilegt og mikilvægt verkefni sem ég elska að fá að taka þátt í”.

-Sigurður Pétur Jóhannsson, myndatökumaður og loftslagsleiðtogi