Hvað er loftslagsleiðtoginn?

Loftslagsleiðtoginn er hreyfiafl sem hefur það að markmiði að fræða og valdefla einstaklinga í tengslum við umhverfis- og loftslagsmál. Loftslagsmál eru í eðli sínu flókin og tengjast svo til öllu sem við gerum í nútímasamfélagi. Við getum öll haft áhrif á nærumhverfi okkar og látið til okkar taka, bæði með daglegum athöfnum sem og að hvetja aðra til þess að gera slíkt hið sama. Eitt af markmiðum Loftslagsleiðtogans er því að leita leiða og hvetja til beinna og óbeinna aðgerða í baráttunni við loftslagsvána.

 

Loftslagsleiðtoginn er hugarfóstur Salome Hallfreðsdóttur, Hafdísar Hönnu Ægisdóttur og Vilborgar Örnu Gissurardóttur og byggist m.a. á þekkingu þeirra og ástríðu fyrir náttúrunni, náttúruvernd, útivist, fræðslu og miðlun.


Verkefni Loftslagsleiðtogans 2021-2022

Loftslagsleiðtoginn

Stærsta verkefni Loftslagsleiðtogans um þessar mundir er útivistar- og fræðslunámskeið fyrir ungt fólk á aldrinum 18-25 ára sem felst í fræðslu, leiðangri og leiðtogaþjálfun. Námskeiðinu er ætlað að fræða og valdefla einstaklinga til að láta til sín taka í umræðunni um loftslagsmál, finna leiðir til að hafa áhrif og leiða vitundarvakningu um aðgerðir í loftslagsmálum.

Námskeið með Ferðafélagi Íslands

Í samstarfi við Ferðafélag Íslands mun Loftslagsleiðtoginn halda námskeið fyrir leiðsögumenn, útivistarfólk og þá sem skipuleggja útivistarferðir á Íslandi. Á námskeiðinu verður m.a. farið yfir það hvernig hægt er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í útivist og ferðamennsku og hvernig hægt sé að miðla efni um loftslagsmál á ábyrgan, fræðandi og uppbyggilegan hátt.

Málþing með Háskóla Íslands

Málþing í samstarfi við Háskóla Íslands Í samstarfi við Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun við Háskóla Íslands mun Loftslagsleiðtoginn standa fyrir opnu málþingi á haustmisseri 2022.

Loftslagsleiðtogar atvinnulífsins

Morgunverðarfundur með viðskiptalífinu þar sem framúrskarandi fyrirtæki á sviði sjálfbærni og umhverfismála munu deila reynslu sinni og eiga samtal sín á minni um lausnir og framtíðarhorfur.