Loftslagsleiðtoginn
Stærsta verkefni Loftslagsleiðtogans um þessar mundir er útivistar- og fræðslunámskeið fyrir ungt fólk á aldrinum 18-25 ára sem felst í fræðslu, leiðangri og leiðtogaþjálfun. Námskeiðinu er ætlað að fræða og valdefla einstaklinga til að láta til sín taka í umræðunni um loftslagsmál, finna leiðir til að hafa áhrif og leiða vitundarvakningu um aðgerðir í loftslagsmálum.